Béarnaise sósa

 

175 g smjör
3 msk hvítvínsedik
3 msk þurrt hvítvín
1 msk sítrónusafi
12 mulin hvít piparkorn
3 fínt saxaðir skalotlaukar
1 msk saxað fáfnisgras (estragon) blöð og stönglar
1 tsk saxað fáfnisgras (blöð)
1 msk saxaður kerfill eða steinselja
3 eggjarauður
Salt
Cayennepipar.

 

 

   1. Bræðið smjörið í potti og fleytið froðunni ofan af því.
   2. Setjið vínedik og hvítvín í pott ásamt skalotlauk, fáfnisgrasi (blöðum og stönglum) og pipar. Sjóðið þar til að 1.  msk er eftir í pottinum, kælið með 1. msk af köldu vatni.
   3. Setjið eggjarauðurnar í pottinn og þeytið. Kryddið með salti og cayennepipar. Þeytið áfram þar til sósan fer að þykkna.
   4. Takið pottinn af hellunni og hrærið heitu smjörinu saman við, síið sósuna.

   5. Setjið sósuna aftur í pottinn og bragðbætið með fáfnisgrasi, kerfil eða steinselju og sítrónusafa.


Verði ykkur að góðu!

 

tilbaka
Apycom jQuery Menus